Sunnudaginn n.k. konudagurinn, verður guðsþjónusta og sunnudagaskóli í Fella-og Hólakirkju kl. 11. Þórey Sigþórsdóttir, leikkona, flytur ávarp um mikilvægi þess að konur hafi rödd. Sr. Guðmundur Karl Ágústsson þjónar ásamt Kristínu Kristjánsdóttur, djákna. Kór Fella-og Hólakirkju flytur veglega tónlistardagskrá undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur, organista.

 

Hægt verður að fygljast með guðsþjónustunni hér í beinu streymi: