Föstudaginn 25. febrúar frá kl. 10 – 11.30
Má bjóða þér í kaffi og vínabrauð, spjall og samveru.
Kjartan Vídó Ólafsson markaðsstjóri Handknattleikssambands Íslands HSÍ verður næsti gestur okkar í Karlakaffinu föstudaginn 25. febrúar kl. 10 – 11:30. Kjartan Vídó er Vestmanneyjingur og mun segja okkur allt um EM ferðina til Ungverjalands. Kjartan mun fjalla um stöðu handboltans og framtíðar horfur landsliða kvenna og karla.
Kjartan Vídó hefur fylgt A landsliði karla undanfarin stórmót og þekkir því vel til allra þeirra þátta sem þarf að huga að á stórmótum erlendis og hérlendis.
Það verður gaman að fá Kjartan í heimsókn og spennandi að heyra allt um handboltann.
Láttu sjá þig við tökum hlýlega á móti ykkur
Fella-og Hólakirkja, Hólabergi 88, 111 Rvk