Bænastund verður í Fella-og Hólakirkju kl. 12.15 föstudaginn 25. febrúar. Hægt verður að taka þátt í gegnum streymi hér á vefnum.

Rússneskur her hefur ráðist inn í Úkraínu og ógnar lífi og heill milljóna Úkraínumanna sem hafa ekkert til sakar unnið. Fjöldi fólks leggur nú á flótta undan átökunum. Kirkjur um allan heim eru hvattar til að standa saman í bæn og biðja fyrir friði í Úkraínu.

Bænastund verður í Fella-og Hólakirkju kl. 12.15 föstudaginn 25. febrúar.

Hægt er að taka þátt í bænastundinni hér á vefnum í beinu streymi. 

Stöndum saman í bæn og biðjum fyrir friði.