Samstöðuguðsþjónusta til stuðnings meðbræðrum okkar og systrum í Úkraínu verður haldin í Fella-og Hólakirkju sunnudaginn 27. mars kl. 11. Tekin verða samskot til stuðnings neyðarsöfun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Úkraínu.
Sérstakir gestir verða söngkonurnar Diddú , Lay low og Alexandra Chernyshova ásamt Grími Helgasyni klarinettuleikara. Kór Fella-og Hólakirkju syngur í guðsþjónustunni og mun m.a. flytja þjóðsöng Úkraínu ásamt Alexöndru Chernyshovu. Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti, spilar með. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins segir frá stuðningi Hjálparstarfsins í Úkraínu.
Eftir samveruna verða léttar veitingar á boðstólnum. Hægt verður að styðja við neyðarsöfnun Hjálparstarfsins í Úkraínu eftir guðsþjónustuna, athugið að tekið er einnig við kortum. Við hlökkum til að sjá ykkur sem flest að njóta stundarinnar með okkur og styðja um leið úkraínsku þjóðina.
В неділю 27 березня о 11 годині в приміщенні церкви Fella-og hólakirkja відбудеться служба божа та збір коштів в підтримку України . На захід запрошені співаки і музиканти Diddú, Lay low, Grímur Helgason, Alexandra Chernyshova Олександра Чернишова.
Збір коштів проходить у співпраці із Фондом допомоги церкви.