Samstöðuguðsþjónusta til stuðnings meðbræðrum okkar og systrum í Úkraínu verður haldin í Fella-og Hólakirkju sunnudaginn 27. mars kl. 11. Tekin verða samskot til stuðnings neyðarsöfun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Úkraínu. Sérstakir gestir verða söngkonurnar Diddú , Lay low og Alexandra Chernyshova ásamt Grími Helgasyni klarinettuleikara. Kór Fella-og Hólakirkju syngur í guðsþjónustunni og mun m.a. flytja þjóðsöng Úkraínu ásamt Alexöndru Chernyshovu. Arnhildur Valgarðsdóttir, organisti, spilar með. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og Kristín Ólafsdóttir fræðslufulltrúi Hjálparstarfsins segir frá stuðningi Hjálparstarfsins í Úkraínu.
Hægt er að styðja við neyðarsöfnun Hjálparstarfs kirkjunnar með eftirfarandi hætti:
- Senda sms-ið HJALPARSTARF í síma 1900 (2500 krónur)
- Hringdu í söfnunarsíma 907 2003 (2500)
- Veittu framlag með Aur í númer 123-5284400
- Leggðu inn á söfnunarreikning 0334-26-886, kennitala: 450670-0499
Hér verður hægt að horfa á beint streymi frá stundinni kl. 11:00, streymið hefst stuttu fyrir stundina.