Skírdagur kl. 11 Fermingarmessa.
Föstudagurinn langi kl. 14 – Helgistund við krossinn
Stabat mater eftir tónskáldið Giovanni Battista Pergolesi verður flutt og Píslarsagan lesin. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir sópran, Svava Kristín Ingólfsdóttir mezzósópran og félagar úr kór Fella og Hólakirkju syngja. Arnhildur Valgarðsdóttir spilar undir og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar.
Páskadagur kl. 9 – Hátíðarguðsþjónusta.
Sr. Jón Ómar Gunnarsson, sr. Pétur Ragnhildarson þjóna ásamt Kristínu Kristjánsdóttur djákna. Kór kirkjunnar syngur undur stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur Reynir Þormar spilar á saxafón og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu. Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir og Xu Wen syngja. Páskaeggjaleit í sunnudagaskólanum á sama tíma. Eftir stundina er boðið upp á heitt súkkulaði og rúnstykki í safnaðarheimili kirkjunnar.