KVEÐJUMESSA SR. GUÐMUNDAR KARLS
Næsta sunnudag kl. 11:00 verður kveðjumessa fyrir sr. Guðmund Karl Ágústsson en hann lét af störfum við kirkjuna í síðasta mánuði eftir 35 ára starf. Sr. Guðmundur ætlar að prédika og með honum þjóna sr. Jón Ómar Gunnarsson, sr. Pétur Ragnhildarson og Kristín Kristjánsdóttir djákni. Arnhildur organisti leiðir tónlistina ásamt kór Fella- og Hólakirkju og Matthíasi Stefánssyni fiðluleikara. Eftir guðsþjónustuna verður kirkjugestum boðið upp á veitingar í safnaðarheimilinu.
Vonumst til að sem flest sjái sér fært að koma og þakka sr. Guðmundi fyrir góða og trúa þjónustu.