Vorferð félagstarfs eldriborgara 17.maí
Við gerum okkur dagamun, bregðum undir okkur betri fætinum og munum eiga stórskemmtilega dag saman.
Lagt verður af stað frá kirkjunni kl. 10 og að þessu sinni leitum við ekki langt yfir skammt og ætlum að eyða deginum á höfuðborgarsvæðinu.
Leiðsögn er í höndum Gunnars Hauks sem er reyndur leiðsögumaður.
Við munum koma víða við og ýmislegt óvænt og merkilegt skoðað Ef veður leyfir þá endum við ferðina í Guðmundalundi fáum okkur kaffisopa og kleinur.
Tvírétta hádegisverður verður snæddur á veitingarstaðnum Bryggjan brugghús sem staðsettur er við gömlu höfnina Grandagarði og eftir matinn skoðum við hið stórkostlega Hvalasafn sem hefur fengið mikið lof.
Hlökkum til að eiga daginn með ykkur.
Verð 8.500 allt innifalið fyrir utan drykki á veitingarhúsinu.
Starfsfólk Fella- og Hólakirkju
.