Eftir að sr. Guðmundur Karl lauk störfum hjá okkur í vor urðu nokkrar breytingar í prestakallinu. Sr. Jón Ómar Gunnarsson tók við sem sóknarprestur og sr. Pétur Ragnhildarson var ráðinn sem prestur. Þrátt fyrir að vera ,,nýju“ prestarnir okkar hafa þeir báðir starfað við kirkjuna um árabil og tengjast henni og hverfinu sterkum böndum.
Við erum þakklát og glöð með að njóta starfskrafta þeirra í nýjum hlutverkum og hlökkum til að fylgjast með starfinu þeirra í Breiðholtsprestakalli, þar sem þeir þjóna Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju ásamt sr. Magnúsi Birni.
Myndina tók Jóhanna Elísa Skúladóttir.