Næsta sunnudag verður messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17.

Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti leiðir tónlistina.

Framvegis í vetur verður almennur messutími hjá okkur kl. 17. Barnastarfið á sunnudögum hefst sunnudaginn 18. sept og verður á sama tíma. Þannig verður boðið upp á fjölbreytt helgihald í Breiðholtsprestakalli með messu kl. 11 í Breiðholtskirkju og 17 í Fella- og Hólakirkju.

Verið hjartanlega velkomin.