Góðan gest bar að garði í dag þegar Gunnar Hrafn Sveinsson færði kirkjunni þennan skjöld að gjöf fyrir hönd fjölskyldu hjónanna Elísu G. Jónsdóttur og Jóns I. Hannesssonar. Skjöldurinn fylgir listaverki sem er útsaumur Elísu frá 1973 og fjölskyldan gaf kirkjunni fyrir um ári síðan. Elísa og Jón voru miklir vinir Fella- og Hólakirkju og settu mark sitt á starf hennar. Elísa sat um tíma í stjórn safnaðarins og Jón var formaður byggingarnefndar kirkjunnar. Við þökkum fjölskyldu þeirra kærlega fyrir þessa góðu gjöf sem listaverkið og skjöldurinn er.