Í vikunni fer allt barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar í gang og foreldramorgnar.
Starfið er í samstarfi við KFUM og K og er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega dagskrá sem hentar öllum. Starfið fer fram á fimmtudögum. Vinadeildin er fyrir börn í 3.-4. bekk kl. 16:00-17:00, Leikjafjörið er fyrir börn í 5.-7. bekk kl. 17:00-18:00 og unglingastarfið er fyrir ungmenni í 8.-10. bekk kl. 20:00-21:30.
Foreldramorgnar verða í vetur á föstudagsmorgnum og verður opið hús frá kl. 10-12. Boðið verður upp á léttar veitingar og fræðandi erindi frá góðum gestum. Umsjón hefur Ásta Guðrún Guðmundsdóttir og er fyrsta samveran föstudaginn 16. sept.
Það er spennandi vetur framundan í kirkjunni okkar og við hvetjum ykkur til að taka þátt.

