Sunnudaginn 18. september verður messa kl. 17:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Á sama tíma verður skemmtilegt barnastarf í kennslustofunni. Umsjón með barnastarfinu hefur sr. Pétur Ragnhildarson og með honum verða Þórdís Birta og Benedikt undirleikari. Söngur, sögur og stuð.
Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á íslenska kjötsúpu. Verið hjartanlega velkomin.