Næsta sunnudag, 25. september, kl. 17:00 verður fjölskylduguðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju.

Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina og undirleikari er Matthías Harðarson. Einar Aron töframaður kemur í heimsókn og verður með töfrasýningu. Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á pylsur og djús. Allar fjölskyldur velkomnar.