Bleik messa sunnudaginn 16. október. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar organista. Einsöngvarar eru Bjarki Þór Bjarnason, Hulda Jónsdóttir og Rakel Þorsteinsdóttir.
Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni. Þar er alltaf gleði og gaman.
Kirkjan tekur þátt í átaki Bleiku Slaufunar til stuðnings Krabbameinsrannsóknum. Hvetjum alla kirkjugesti að mæta í bleiku.
Eftir messuna verður boðið upp á blómkálssúpu og tekið við frjálsum framlögum til stuðnings Bleiku Slaufunar.
Verið hjartanlega velkomin næsta sunnudag.