Sunnudaginn 6. nóvember, sem er allra heilagra messa, verður guðsþjónusta kl. 17.00. Minningarstund látinna ástvina fer fram í guðsþjónustunni við kertaljós.

Prestarnir okkar þjóna fyrir altari og biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir prédikar, en hún er um þessar mundir að vísitera prófastsdæmið okkar. Kór Fella-og Hólakirkju syngur og leiðir almennan safnaðarsöng undir stjórn Arnhildar organista. Bjarki þór Bjarnason syngur einsöng og Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.

Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón Nönnu og Benna og ítölsk grænmetissúpa í boði eftir stundina að hætti Kristínar kirkjuvarðar.

Verið hjartanlega velkomin.