Dagana 13. – 15. nóvember munu fermingarbörnin okkar í Fella-og Hólakirkju vera á fermingarnámskeiði í Vatnaskógi. Á námskeiðinu verður skemmtileg dagskrá og fræðsla um kristna trú. Vatnskógur eru stærstu sumarbúðir á Íslandi og býður staðurinn upp á óþrjótandi tækifæri til afþreyingar.
Skráning í ferðina fer fram hér: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2064
Öll börn á fermingaraldri eru velkomin í ferðina.
Brottför verður kl. 13 sunnudaginn 13.nóvember frá Breiðholtskirkju.