Sunnudaginn 13. nóvember, sem er kristniboðsdagurinn, verður messa í Fella- og Hólakirkju klukkan 17.

Sr. Magnús Björn Björnsson þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Nemendur úr tónskóla Sigursveins leika á selló í messunni.

Barnastarf á sama tíma í kennslustofunni í umsjón Arnars og Jóhönnu Elísu.

Sveppasúpa í boði eftir stundina að hætti Helgu kirkjuvarðar.

Verið hjartanlega velkomin.