Næsta sunnudag, 20. nóv, verður guðsþjónusta kl. 17:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista. Nemandi úr Söngskóla Reykjavíkur syngur einsöng.
Í guðsþjónustunni verður ný sálmabók þjóðkirkjunnar tekin formlega í notkun.
Barnastarf í kennslustofunni á sama tíma í umsjón Nönnu og Benna.
Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á kjúklingasúpu að hætti Kristínar kirkjuvarðar.
Hlökkum til að sjá ykkur á sunnudaginn.