Fella-og Hólakirkja óskar eftir kirkjuverði til starfa í 50% starf. Um er að ræða krefjandi, skemmtilegt og metnaðarfullt starf. Í starfinu felst m.a. undirbúningur við ýmsar kirkjulegar athafnir, móttaka, almenn ræsting og aðstoð í fjölbreyttu safnaðarstarfi kirkjunnar. Vinnutími er óreglulegur og að nokkru leyti eftir samkomulagi.

Sérstök áhersla er lögð á færni í mannlegum samskiptum, lipurð og sveigjanleika ásamt að búa yfir ríkri þjónustulund. Hæfniskröfur eru stundvísi, sjálfstæð vinnubrögð og skipulagshæfni, áhersla er lögð á trúmennsku í starfi og metnað til þess að takast á við mismunandi verkefni eins og matreiðslu. Þekking á kirkjustarfi eða öðru félagsstarfi er góður kostur.

Fella- og Hólakirkju er staðsett í og þjónar efra-Breiðholti. Við kirkjuna starfa að jafnaði tveir kirkjuverðir í hlutastörfum, organisti, leiðtogar í æskulýðsstarfi og tveir prestar. Í hverri viku fer fram fjölbreytt safnaðarstarf og helgihald í kirkjunni. Jafnframt er nokkuð um leigu á safnaðarsal og kirkjunni.

Óskað er eftir því að umsækjendur geri skriflega grein fyrir menntun, starfsferli, starfsreynslu og hverju öðru sem þeir telja að muni nýtast í starfi. Umsækjendur skulu hafa óflekkað mannorð og vera tilbúnir að veita samþykki fyrir öflun upplýsinga úr sakaskrá í samræmi við siðareglur þjóðkirkjunnar. Æskilegt að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 23. desember n.k.

Upplýsingar um starfið veitir sóknarprestur, sr. Jón Ómar Gunnarsson (jon.gunnarsson@kirkjan.is). Umsóknum skal einnig skilað inn á netfangið jon.gunnarsson@kirkjan.is.