Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 17 í Fella- og Hólakirkju.
Eins og hefð er fyrir á fjórða sunnudegi í aðventu verður hugljúf jólatónlist í forgrunni og ritningarlestrar aðventunnar lesnir í heild sinni.
Sr. Helga Kolbeinsdóttir þjónar fyrir altari og prédikar. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir tónlistina undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.
Eftir stundina verður boðið upp á léttan kaffisopa og smákökur.
Verið hjartanlega velkomin.

Kórinn okkar syngur á sunnudaginn. Mynd frá frábærum jólatónleikum kórsins fyrr í mánuðinum.