Kæru vinir,
Sóknarnefnd, prestar og starfsfólk Fella- og Hólakirkju óskar ykkur gleðilegra jóla og býður ykkur velkomin í aftansöng á Aðfangadagskvöld og hátíðarmessur á Jóladag og Nýársdag í kirkjunni ykkar, Fella- og Hólakirkju.
Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 18
Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og sr. Pétur Ragnhildarson predikar.
Kór Fella-og Hólakirkju syngur.
Xu Wen syngur einsöng og Reynir Þormar Þórisson leikur á saxafón.
Organisti: Arnhildur Valgarðsdóttir.
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Pétur Ragnhildarson predikar.
Kór Fella-og Hólakirkju syngur.
Inga J. Backman og Bjarki Þór Bjarnason syngja einsöng.
Reynir Þormar Þórisson leikur á saxafón.
Organisti: Arnhildur Valgarðsdóttir.
Nýársdagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14.
Sr. Pétur Ragnhildarson predikar.
Kór Fella-og Hólakirkju syngur.
Organisti: Elísa Elíasdóttir.
Á gamlárskvöld verður einnig aftansöngur í Breiðholtskirkju kl. 18 þar sem sr. Jón Ómar þjónar fyrir altari.
Við hlökkum til að sjá ykkur um hátíðarnar í Fella- og Hólakirkju.