Næsta sunnudag verður útvarpsmessa frá Fella- og Hólakirkju kl. 11:00 á Rás 1.
Prestarnir okkar sr. Jón Ómar og sr. Pétur þjóna fyrir altari og sr. Jón Ómar prédikar.
Kór Fella- og Hólakirkju syngur undir stjórn Arnhildar organista. Matthías Stefánsson leikur á fiðlu.
Það verður ekki messa í Fella- og Hólakirkju kl. 17 eins og hefðbundið er heldur bendum við á stundina kl. 11 í útvarpinu. Sunnudaginn 15. jan hefst helgihaldið á nýjan leik kl. 17.