Í Fella- og Hólakirkju er boðið upp á fjölbreytt og skemmtilegt æskulýðsstarf í samstarfi við KFUM og K.

Vinadeildin fyrir börn í 3.-4. bekk verður á fimmtudögum frá kl. 16:00-17:00. Farið verður í ýmsa skemmtilega leiki og slegið á létta strengi. Dagskráin er við allra hæfi og einkennist af hópeflandi leikjum og uppbyggjandi verkefnum.

Leikjafjör fyrir börn í 5.-7. Bekk verður á fimmtudögum kl. 17:00-18:00. Sem dæmi um dagskrárefni má nefna diskóskotbolta, brjóstsykursgerð, feluleik í kirkjunni og fleira.

Unglingastarf fyrir 8.-10. bekk verður á fimmtudagskvöldum kl. 20:00-21:30. Þar mætir hópur ungmenna sem skemmta sér konunglega við leiki og alls kyns fjör.

Skráning fer fram hér og er þátttaka ókeypis!

Nanna æskulýðsfulltrúi hefur umsjón með unglingastarfinu

Dóróthea og Þórdís Birta eru leiðtogar í vinadeildinni og leikjafjörinu