Næsta sunnudag, á æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar, verður æskulýðsguðsþjónusta kl. 20.

Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Nönnu æskulýðsfulltrúa og leiðtogum í barna- og unglingastarfinu.

Íris Rós og Jóhanna Elísa hafa umsjón með tónlistinni og leiða bæði almennan söng og flytja tónlistaratriði.

Fermingarbörn og foreldrar þeirra eru sérstaklega boðin velkomin.

Eftir stundina verður boðið upp á léttar veitingar.