Á Pálmasunndag, 2. apríl næstkomandi, fagnar Fella- og Hólakirkja 35 ára vígsluafmæli.

Af því tilefni er öllum vinum kirkjunnar, nær og fjær, boðið til tónleikaveislu kl. 20:00.

Kór Fella- og Hólakirkju ætlar að flytja hið alþjóðlega og sívinsæla kórverk Gloría eftir Antonio Vivaldi. Verkið er byggt á bæninni Gloria in excelsis Deo frá fjórðu öld og munu prestar kirkjunnar skýra nánar frá því.

Meðleikarar verða Guðný Einarsdóttir, Matthías Stefánsson og Jón Hafsteinn Guðmundsson og stjórnandi Arnhildur Valgarðsdóttir.

Einsöngvarar koma úr röðum kórfélaga og eru: Kristín Ragnhildur Sigurðardóttir, Garðar Eggertsson, Xu Wen, Inga Jónína Backman og Laufey Egilsdóttir.

Glorían er eitt alvinsælasta og mest flutta kórverk kirkjutónbókmenntanna, samanstendur af stuttum köflum, ýmist fjörugum eða rólegum.

Flutningurinn tekur aðeins um 40 mínútur og að því loknu bjóðum við gestum okkar að þiggja veitingar við hið fagra útsýni safnaðarheimilisins. Það kostar ekkert inn og hlökkum við til að fagna þessum tímamótum með ykkur.