Næsta sunnudag verður fjölskylduguðsþjónusta og sumarhátíð í Fella- og Hólakirkju.

Umsjón með stundinni hefur sr. Pétur Ragnhildarson og Nanna æskulýðsfulltrúi.

Barnakór Hólabrekkuskóla syngur undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur við undirleik Arnhildar organista.

Brúðan Viktoría mætir í stundina og skemmtir kirkjugestum.

Eftir stundina verður boðið upp á pylsur, andlitsmálun fyrir börnin og blöðrur.

Verið hjartanlega velkomin.