Á morgun, þriðjudaginn 5. sept, hefst félagsstarf eldri borgara á nýjan leik eftir gott sumarfrí.

Starfið hefst með kyrrðarstund kl. 12:00 sem Steinunn djákni og Arnhildur organisti hafa umsjón með.

Eftir stundina verður boðið upp á súpu gegn vægu gjaldi að hætti Helgu og Bjarkeyjar kirkjuvarða.

Dagskrá vetrarins verður kynnt en von er á mörgum skemmtilegum gestum í vetur í heimsókn til okkar ásamt föstum liðum eins og söngstundum með Arnhildi og haustferð sem verður 3. okt.

Hlökkum til að sjá ykkur á morgun!

Kveðja, Pétur, Jón Ómar og Steinunn.

Það er alltaf góður andi yfir félagsstarfi eldri borgara.