Næsta sunnudag, 10. sept verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 17:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista.
Nanna æskulýðsfulltrúi verður meðhjálpari.
Eftir stundina verður kirkjugestum boðið upp á heitan kvöldverð inn í safnaðarheimili, lasagne að hætti Helgu kirkjuvarðar.
Verið hjartanlega velkomin á sunnudaginn.

Fella- og Hólakirkja í kvöldsólinni. Myndina tók Kristján Söebeck.