Næsta sunnudag, 24. september verður Barokkmessa í Fella- og Hólakirkju kl 17.

Kammerhópurinn ReykjavíkBarokk sér um tónlistarflutning í “barokkmessu” í Fella- og Hólakirkju með þeim Ástu Sigríði Arnardóttur sópran og Ólafi Þórarinssyni drengjasópran. Flutt verða verk eftir Isabellu Leonarda, Lucretiu Vizzana og Georg F. Haendel. Messan er hluti af forntónlistarhátíðinni Kona. Nánari upplýsingar um hátíðina má finna hér – Kona forntónlistarhátíð 2023.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar í messunni.

Verið hjartanlega velkomin.