Þá er komið að síðasta karlakaffinu fyrir sumarfrí en það verður næsta föstudag, þann 31. maí kl. 10:00.
Þar sem að þetta er daginn fyrir forsetakosningarnar fáum við aftur til okkar Ólaf Þ. Harðarson prófessor emeritus í stjórnmálafræði. Hann er flestum landsmönnum kunnur eftir fjölmargar kosningavökur í sjónvarpinu og ýmsar greiningar á stöðu mála í stjórnmálunum í gegnum tíðina. Ólafur mun fjalla um forsetakosningarnar og vonandi skýra stöðuna fyrir okkur, daginn fyrir kjördag 🙂
Kaffi, vínarbrauð og gott samfélag eins og alltaf.