Sunnudagurinn 23. febrúar er Biblíudagurinn. Það er sá dagur í kirkjuárinu sem er á sérstakan hátt tileinkaður Biblíunni. Þá verður kvöldmessa kl. 20:00.

Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.

Ragnhildur og Birgir leiða tónlistina.

 

Í tilefni Biblíudagsins verður boðið upp á heitan kvöldverð í anda Biblíunnar, fyrir messuna kl. 19:00. Biblíuflatkökur, lambakjöt með blómkáli og apríkósum og í eftirrétt verður ljúffeng fíkjukaka.

Verið hjartanlega velkomin í biblíumat og kvöldmessu á sunnudaginn.

 

Sunnudagaskólinn verður á sínum stað kl. 11:00 í safnaðarsalnum. Umsjón hafa Ásta Guðrún og Pálína Agnes og verður mikið fjör þar eins og alla sunnudaga.