Næsta sunnudag, 18. maí verður fjölskyldumessa í Fella- og Hólakirkju kl. 13:00.
Það verður því ekki kvöldmessa líkt og aðra sunnudaga.
Barnakór Hólabrekkuskóla syngur og leiðir tónlistina undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur undir söng.
Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina.
Öll börn fá gefins frostpinna og blöðru eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin.