Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Félagar úr kór Fella- og Hólakirkju leiða tónlistina undir stjórn Arnhildar organista.
Þetta verður síðasta kvöldmessan fyrir sumarið en svo byrja kvöldmessurnar aftur í september. Við hvetjum ykkur til þess að fylgjast vel með messutímum sumarsins sem verða auglýstir hér fyrir hvern sunnudag.