Næsta sunnudag verður guðsþjónusta í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00.

Sr. Pétur Ragnhildarson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar.

Sönghópurinn Raddadadda leiðir tónlistina og safnaðarsönginn undir stjórn Matthíasa V. Baldurssonar, organista og tónlistarstjóra.

Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir.

Kaffisopi eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

Guðsþjónustan er sameignileg hjá söfnuðunum í Breiðholtsprestakalli. Næsta sunnudag, 17. ágúst verður sameiginleg messa í Breiðholtskirkju og þá verður því ekki messa í Fella- og Hólakirkju. Dagskráin  framundan í ágúst er eftirfarandi:

  • 10. ágúst – Messa í Fella- og Hólakirkju.
  • 17. ágúst – Messa í Breiðholtskirkju
  • 24. ágúst – Messa í Fella- og Hólakirkju
  • 31. ágúst – Messa í Breiholtskirkju.

Þann 7. sept hefst hefðbundið helgihald í kirkjunni okkar og verður því kvöldmessa kl. 20:00.