Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju.

Sr. Pétur Ragnhildarson sóknarprestur þjónar fyrir altari og prédikar.

Sönghópurinn Raddadadda leiðir tónlistina og safnaðarsönginn undir stjórn Matthíasa V. Baldurssonar, organista og tónlistarstjóra Breiðholtsprestakalls.

Meðhjálpari er Hákon Arnar Jónsson og verður boðið upp á kaffi og kirkjukex eftir stundina.

Þetta er fyrsta kvöldmessan hjá okkur á nýju misseri en alla jafna verða messur kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju í vetur. Auglýst er sérstaklega þegar svo er ekki.

Sönghópurinn Raddadadda ásamt sóknarpresti og tónlistarstjóra