Næsta sunnudag, 14. sept, kl. 20:00, verður kvöldmessa í Fella- og Hólakirkju.
Í messunni mun sr. Bryndís Malla prófastur setja sr. Pétur Ragnhildarson í embætti sóknarprests í Breiðholtsprestakalli. Þau þjóna bæði fyrir altari auk sr. Bjarka Geirdal og Steinunnar djákna.
Íris Rós leiðir tónlistina ásamt Ragnhildi, Dagbjörtu og Birgi.
Að stundinni lokinni verður boðið upp á létta kvöldhressingu.
Sr. Pétur Ragnhildarson hóf störf sem æskulýðsfulltrúi í Fella- og Hólakirkju árið 2012. Hann vígðist sem prestur við kirkjuna árið 2020 og þremur árum síðar var hann skipaður prestur í Breiðholtsprestakalli, þar sem hann þjónaði bæði Fella- og Hólakirkju og Breiðholtskirkju. Í sumar tók sr. Pétur við starfi sóknarprests í prestakallinu.

Sr. Pétur prédikar næsta sunnudag