Næsta sunnudag verður fjölskyldumessa kl. 11:00 í Fella- og Hólakirkju.
Sr. Pétur Ragnhildar leiðir stundina ásamt Hákoni Arnari. Íris Rós og Dagbjört leiða samsöng.
Íris Rós mun einnig flytja tónlist úr Krakkaskaupinu.
Eftir stunduna verður boðið upp á vínarbrauð, kex og djús í safnaðarsalnum.
Allar fjölskyldur velkomnar.
Stundin er sameiginleg stund safnaðanna í Breiðholtsprestakalli.