Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00.
Sr. Sunna Dóra Möller héraðsprestur þjónar fyrir altari og prédikar.
Sönghópurinn Spectrum leiðir tónlistina undir stjórn Ingveldar Ýrar Jónsdóttur. Sönghópurinn hefur verið starfandi frá árinu 2003 og er ekki síst þekktur fyrir að flytja tónlist án undirleiks og er með mikla reynslu af tónleikahaldi. Nánari upplýsingar um sönghópinn Spectrum má finna hér – Spectrum.
Meðhjálpari er Hákon Arnar Jónsson sem býður upp á kaffisopa og kex eftir stundina.
Verið hjartanlega velkomin.

Sönghópurinn Spectrum hefur tekið upp tónlist í Fella- og Hólakirkju