Næsta sunnudag verður stór dagur hjá okkur í Breiðholtsprestakalli.
Dagurinn byrjar á messu kl. 11:00 í Breiðholtskirkju þar sem sr. Bjarki Geirdal verður settur í embætti prests í Breiðholtsprestakalli.
Kl. 14:00 verður svo ensk messa í Breiðholtskirku þar sem Alþjóðlegi söfnuðurinn fagnar tíu ára afmæli sínu.
Að lokum kl. 20:00 verður lofgjörðarmessa í Fella- og Hólakirkju þar sem sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Íris Rós, Dagbjört, Ragnhildur og Birgir leiða tónlistina. Arnar Ragnarsson les ritningarlestur og Hákon Arnar Jónsson er meðhjálpari.
Verið hjartanlega velkomin.