Á öðrum sunnudegi í aðventu, 7. des næstkomandi, verður aðventustund barnanna kl. 17:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina.
Barnakór Hólabrekkuskóla leiðir söng undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Fiðlunemendur úr Tónskóla Sigursveins og Fellaskóla spila. Undirleikari er Matti tónlistarstjóri kirkjunnar.
Kveikt verður á Betlehemskertinu á aðventukransinum.
Jólasveinn kemur í heimsókn og gefur börnunum góðgæti.
Létt og skemmtileg aðventustund sem kemur öllum í jólaskap.
Hlökkum til að sjá ykkur.
