Á þriðja sunnudegi í aðventu, 14. des kl. 20:00, verður stund sem hefur fest sig í sessi undanfarin ár og nefnist Jólasöngvar við kertaljós.
Þar verður hugljúf og jólatónlist í forgrunni sem sönghópurinn Raddadadda flytur undir stjórn Matta tónlistarstjóra. Sönghópinn skipa söngkonurnar Áslaug Helga Hálfdánardóttir, Katrín Hildur Jónasdóttir og Kristjana Þórey Ólafsdóttir. Gestasöngvari verður Magnús Hinrik Matthíasson.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Eftir stundina verður boðið upp á ristaðar möndlur inn í safnaðarheimili sem eru gerðar á staðnum.
