Kæru vinir,
Sóknarnefnd, sóknarprestur og starfsfólk Fella- og Hólakirkju óska ykkur gleðilegra jóla og bjóða ykkur velkomin í aftansöng á aðfangadagskvöld og hátíðarmessur á jóladag og nýársdag í kirkjunni ykkar, Fella- og Hólakirkju.
Aðfangadagur
Aftansöngur kl. 18:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Birgitta Kristjánsdóttir, Drífa Nadía Thoroddsen, Katrín Hildur Jónasdóttir og Matthildur Gunnarsdóttir syngja.
Organisti: Matthías V. Baldursson.
Jóladagur
Hátíðarguðsþjónusta kl. 14:00.
Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar.
Birgitta Kristjánsdóttir, Drífa Nadía Thoroddsen, Katrín Hildur Jónasdóttir og Matthildur Gunnarsdóttir syngja.
Organisti: Matthías V. Baldursson.
Nýársdagur
Guðsþjónusta kl. 14:00.
Sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar fyrir altari og prédikar.
Drífa Nadía Thoroddsen syngur.
Organisti: Matthías V. Baldursson.
Á gamlárskvöld verður einnig aftansöngur í Breiðholtskirkju kl. 18 þar sem sr. Árni Þór Þórsson þjónar fyrir altari, Matthías V. Baldursson er organisti og Drífa Nadía Thoroddsen syngur.
Við hlökkum til að sjá ykkur um hátíðarnar í Fella- og Hólakirkju.
