Næsta sunnudag verður ekki messa í Fella- og Hólakirkju heldur sameiginleg guðsþjónusta í Breiðholtskirkju kl. 11:00.

Prestur er sr. Sigurjón Árni Eyjólfsson og undirleikari Stefán H. Henrýsson.

Messukaffi eftir stundina, verið hjartanlega velkomin.

Kvöldmessurnar hefja aftur göngu sína í Fella- og Hólakirkju sunnudaginn 18. janúar en þá verður lofgjörðarmessa kl. 20:00.