Fréttir

Samstöðuguðsþjónusta sunnudaginn 27. mars kl. 11

Samstöðuguðsþjónusta til stuðnings meðbræðrum okkar og systrum í Úkraínu verður haldin í Fella-og Hólakirkju sunnudaginn 27. mars kl. 11. Tekin verða samskot til stuðnings neyðarsöfun Hjálparstarfs kirkjunnar fyrir Úkraínu. Sérstakir gestir verða söngkonurnar Diddú , Lay low og Alexandra Chernyshova ásamt Grími Helgasyni klarinettuleikara. Kór Fella-og Hólakirkju syngur í guðsþjónustunni og mun m.a. flytja þjóðsöng [...]

By |2022-03-25T09:30:31+00:0025. mars 2022 | 09:30|

Kyrrðarstund og eldri borgarstarf þriðjudaginn 22. mars

Félagsstarf eldri borgara og kyrrðarstund kl. 12. Umsjá Kristín Kristjánsdóttir djákni og Arnhildur Valgarðsdóttir organisti. Kyrrlát stund með tónlist, hugvekju og fyrirbæn. Eftir stundina er boðið upp á súpu og brauð. Félagsstarf eldri borgara kl. 13. Gestur okkar Svanlaug Jóhannsdóttir,kemur og segir okkur allt um heilsufræðina á bak við Osteostrong. Verið hjartanlega velkomin.

By |2022-03-20T13:28:38+00:0020. mars 2022 | 13:28|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldri borgara þriðjudaginn 15. mars

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kyrrlát stund með tónlist hugleiðingu og fyrirbæn. Sr. Svavar Stefánsson fyrrum sóknarprestur flytur hugleiðingu. Súpa og brauð eftir stundina. Félagsstarf eldri borgara kl. 13.00. Sr. Svavar flytur erindi. Verið hjartanlega velkomin í gott og gefandi samfélag.

By |2022-03-14T08:07:27+00:0014. mars 2022 | 08:07|

Eldriborgarastarf og kyrrðarstund þriðjudag 8. mars

Eldriborgarastarf á morgun þriðjudag 8. mars :) Við byrjum með kyrrðarstund kl. 12 súpa og brauð eftir stundina. Gestur okkar er Stefán Halldórsson, hann kynnir fyrir okkur skemmtilegt ættfræðigrúsk. Stefán hefur verið með vinsæll og áhugaverð ættfræðinámskeið. Það verður áhugavert að fá hann í heimsókn. Hlökkum til að sjá ykkur öll. Verið hjartanlega velkomin

By |2022-03-07T11:54:20+00:007. mars 2022 | 11:54|

Guðsþjónusta, sunnudagaskóli og æskulýðsmessa 6. mars

Næsta sunnudag verður guðsþjónusta kl. 11:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar og Arnhildur Valgarðsdóttir leiðir tónlistina ásamt félögum úr kór kirkjunnar. Sunnudagaskóli verður á sama tíma inn í kennslustofu.   Í tilefni af æskulýðsdegi þjóðkirkjunnar verður æskulýðsguðsþjónusta um kvöldið, kl. 20:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina, Íris Rós og Jóhanna Elísa [...]

By |2022-03-05T14:59:54+00:004. mars 2022 | 13:21|

Tónleikar í beinu streymi

Tónleikar í Fella-og Hólakirkju kl. 13. Kristín Ragnhildur sópran söngkona, Grímur Helgason á klarinett ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur píanó. Tónleikunum verður streymt hér á síðunni. 

By |2022-03-01T12:59:26+00:001. mars 2022 | 12:59|

Kyrrðarstund og félagsstarf eldriborgara þriðjudaginn 1. mars

Kyrrðarstund kl. 12 í umsjá Kristínar Kristjánsdóttur djákna og Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Kyrrlát stund með tónlist og hugvekju. Eftir stundina er saltkjöt og baunasúpa. Félagsstarfið er kl. 13. Boðið upp á tónleika í kirkjunni. Kristín Ragnhildur sópran söngkona,  Grímur Helgason á  klarinett ásamt Arnhildi Valgarðsdóttur píanó. Verið velkomin í gott og gefandi samfélag

By |2022-02-27T10:09:49+00:0027. febrúar 2022 | 10:09|

Guðsþjónusta og sunnudagaskóli 27. febrúar kl. 11

Guðsþjónusta kl. 11 Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar og predikar. Kór kirkjunar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista. Tónlistanemandi Svala Karólína Hrafnsdóttir leikur á píanó. Sunnudagaskólinn á sama tíma Verið velkomin

By |2022-02-25T11:51:50+00:0025. febrúar 2022 | 11:51|
Go to Top