Kyrrðarstund og stuttir hádegistónleikar þriðjudaginn 22. janúar
Kyrrðarstund kl. 12 síðan er boðið upp á léttan hádegisverð. Eldriborgarastarf kl. 13:00. Boðið upp á stutta hádegistónleikar kl. 13:00. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Særún Harðardóttir söngkona flytur ljúfa þjóðlagadagskrá við undirleik Arnhildar organista. Allir eru velkomnir í gott og nærandi samfélag. Hlökkum til að sjá ykkur sem flest. Starfsfólk Fella og Hólakirkju.