Sunnudagurinn 30.nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu og hefst þar með nýtt kirkjuár. Þann dag verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma.

Sunnudaginn 30.nóvember er fyrsti sunnudagur í aðventu og hefst þar með nýtt kirkjuár. Þann dag verður guðsþjónusta kl. 11.00. Prestur er sr. Svavar Stefánsson. Kór Fella-og Hólakirkju, undir stjórn Ásdísar Arnalds leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Hilmar Örn Agnarsson. Konur úr kvenfélaginu Fjallkonur tendra fyrsta ljósið á aðventukransinum og lesa ritningalestra.

Sunnudagaskóli fer fram á sama tíma. Við heyrum biblíusögu dagsins, syngjum og kirkjubrúðurnar koma í heimsókn. Svo ætlum við að föndra saman jólakort. Umsjón hafa Sigríður Rún Tryggvadóttir og Ingvi Örn Þorsteinsson.