downloadNú fer kirkjan að vakna úr sumardvalanum og dagskrá vetrarins að fæðast.

Vetrastarfið hefst með fjölskyldumessu sunnudaginn 4. september kl. 11

Pétur og félagar mætta hressir og kátir og hlakka til að hitta sunnudagaskólabörnin eftir sumarfrí

Heitt kaffi á könnunni eftir stundina og djús fyrir krakkana

Eldri borgarastarfið hefst þriðjudaginn 6. september

Foreldramorgnar hefjast fimmtudaginn 8. september

Kór Fella og Hólakirkju æfir á þridjudögum kl 19.30, fyrsta kóræfing vetrarins verður 23. ágúst.

Dagskrá kórsins er metnaðarfull og fjölbreytt, hann tók m.a þátt í  fyrra ásamt fleiri kórum í glæsilegri uppfærslu á Gloriu eftir Vivaldi og Requiem eftir John Rutter.

Einnig syngur kórinn tónlist af léttara taginu s.s gospel og dægurlög, þegar vid á.

Vid tökum nýjum félögum fagnandi.

Ahugasamir hafi samband vid Arnhildi organista i sima

6987154 eda netfangið arnhildurv@simnet.is

Vetrarstarf Litrófsins hefst miðvikudaginn 7. september. Litrófið sló i gegn síðastliðið vor með glæsilegri Mamma mía sýningu. Starfið í vetur verður mjög skemmtilegt að venju, söngur, dans og leikir. Jólatónleikar og svo er stefnt að flottri vorsýningu.

Lögð er áhersla á að allir fái að njóta sín og líði vel.

Yngri hópurinn 3. til 6. bekkur mætir kl. 15 og eldri hópurinn 7 til 10. bekkur mætir kl. 16

Arnhildur organisti sér um starfið ásamt Ásbjörgu Jónsdóttir, barnakórstjóra og tónskáldi.

ATH. starfið er ókeypis.