Á sunnudaginn 3. mars sem er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar verður mikið um að vera í kirkjunni frá morgni til kvölds.

Fjölskylduguðsþjónusta kl.11. Sr. Jón Ómar Gunnarsson leiðir stundina ásamt Mörtu og Ásgeiri, það verður söngur og gleði.

Æskulýðsmessa kl. 20. Pétur Ragnhildarson, æskulýðsfulltrúi og sr. Jón Ómar leiðir stundina. Pétur Ragnhildarson verður með hugleiðingu. Krakkar úr æskulýðsstarfi kirkjunnar munu koma að flestum þáttum guðsþjónustunnar, þeir lesa ritningarlestra og bænir, Æskulýðshljómsveitin spilar og leiðir söng.

Eftir guðsþjónustu er boðið upp á léttar veitingar.
Fermingarbörnin eru hvött til að mæta, ásamt fjölskyldu sinni og vinum.Komið og eigið góða stund í nærandi samfélagi Guðs og manna.