Fréttir

Laust starf organista við Breiðholtsprestakall

Sóknarnefndir Fella- og Hólasóknar og Breiðholtssóknar auglýsa lausa stöðu organista/kórstjóra við Breiðholtsprestakall. Starfshlutfall er 100%. Í Breiðholtsprestakalli eru tvær sóknarkirkjur, Breiðholtskirkja og Fella- og Hólakirkja og fer fram reglulegt helgihald í báðum kirkjum. Hljóðfærakostur kirknanna er veglegur. Í Fella- og Hólakirkju er 23. radda pípuorgel frá Marcussen og Søn Orgelbyggeri í Danmörku og fallegur Steinway [...]

By |2025-05-24T15:23:44+00:0022. maí 2025 | 13:25|

Fjölskyldumessa næsta sunnudag kl. 13

Næsta sunnudag, 18. maí verður fjölskyldumessa í Fella- og Hólakirkju kl. 13:00. Það verður því ekki kvöldmessa líkt og aðra sunnudaga. Barnakór Hólabrekkuskóla syngur og leiðir tónlistina undir stjórn Diljár Sigursveinsdóttur. Arnhildur Valgarðsdóttir leikur undir söng. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina. Öll börn fá gefins frostpinna og blöðru eftir stundina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2025-05-15T15:16:56+00:0015. maí 2025 | 15:13|

Kvöldmessa 11. maí

Næsta sunnudag verður kvöldmessa kl. 20:00 í Fella- og Hólakirkju. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar fyrir altari og prédikar. Íris, Ragnhildur og Birgir leiða tónlistina. Verið hjartanlega velkomin.

By |2025-05-08T16:46:07+00:008. maí 2025 | 16:46|

Helgihald sunnudaginn 4. maí

Sunnudaginn 4. maí verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson, sóknarprestur, þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur organista.

By |2025-05-02T11:47:00+00:001. maí 2025 | 10:16|

Kvöldmessa 27. apríl

Á sunnudaginn verður kvöldmessa kl. 20:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar fyrir altari og prédikar. Organisti er Arnhildur Valgarðsdóttir. Verið hjartanlega velkomin.

By |2025-04-25T11:19:29+00:0025. apríl 2025 | 11:19|

Helgihald um bænadaga og páska 2025

Skírdagur 17. apríl Fermingarmessa kl. 11:00. Sr. Jón Ómar Gunnarsson og sr. Pétur Ragnhildarson þjóna. Kór Fella- og Hólakirkju syngur og leiðir tónlistina. Organisti er Aðalheiður Þorsteinsdóttir. Föstudagurinn langi 18. apríl Stabat Mater Dolorosa – María stóð við krossinn eftir Giovanni Battista Pergolesi (1710-1736) kl. 14:00. Vera Hjördís Matsdóttir sópran og Erla Dóra Vogler mezzosópran [...]

By |2025-04-14T15:23:20+00:0014. apríl 2025 | 15:23|

Fermingarmessa 13. apríl

Á Pálmasunnudag, 13. apríl verður fermingarmessa í Fella- og Hólakirkju kl. 11:00. Það verður því ekki kvöldmessa kl. 20:00 líka og venjulega.

By |2025-04-13T12:29:20+00:0013. apríl 2025 | 12:29|

Sunnudagurinn 6. apríl

Sunnudaginn 6. apríl verður hefðbundið helgihald í Fella-og Hólakirkju. Sunnudagaskóli í umsjá Ástu og Pálínu verður kl. 11. Það verður kvöldmessa í kirkjunni kl. 20, sr. Jón Ómar Gunnarsson þjónar. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Arnhildar Valgarðsdóttur.  

By |2025-04-04T12:17:14+00:004. apríl 2025 | 12:17|

Fjölskyldumessa 30. mars

Næsta sunnudag verður fjölskyldumessa kl. 11:00. Sr. Pétur Ragnhildarson leiðir stundina ásamt Ástu Guðrúnu og Pálínu Agnesi sem eru leiðtogar í sunnudagaskólanum. Meðhjálpari er Hákon Arnar, umsjónarmaður kirkjunnar. Eftir stundina verður boðið upp á hressingu. Fermingarbörn máta fermingarkyrtla eftir messuna.   Um kvöldið verður kvöldmessa í Breiðholtskirkju kl. 20:00.  

By |2025-03-28T12:30:07+00:0028. mars 2025 | 12:27|

Aðalsafnaðarfundur 2025

Sóknarnefnd Fella-og Hólasóknar boðar til aðalsafnaðarfundar miðvikudaginn 2. apríl kl. 17 í Fella-og Hólakirkju. Á dagskrá fundarins verða lögbundin aðalfundarstörf, kosningar og önnur mál.  

By |2025-04-01T21:45:49+00:0024. mars 2025 | 12:47|
Go to Top